Marel og þjóðarsagan: Hvernig skrifar maður fyrirtækjasögu?
Árnagarður
Stofa 304
Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Marel og þjóðarsagan: Hvernig skrifar maður fyrirtækjasögu?
Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 5. nóvember kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.
Um erindið
Fyrirlesari er höfundur bókarinnar Ævintýrið um Marel: Sprotafyrirtækið 1983–1999 sem kom út haustið 2023. Erindið verður í grófum dráttum tvískipt: Annars vegar mun fyrirlesari segja frá tildrögum þess að hann réðst í að skrifa sögu Marel, þeim markmiðum sem hann hafði að leiðarljósi við bókarskrifin og heimildum sem hann studdist við. Hver er reynsla fyrirlesara af þessu verkefni? Hins vegar verður fjallað um valda þætti í sögu Marel, þar á meðal með hvaða hætti fyrirtækið fléttaðist inn í valdatogstreitu í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi og hvernig Marel ruddi sér leið með framleiðsluvörur sínar inn í Sovétríkin á síðustu árum kalda stríðsins.
Hér vantar að setja inn myndatexta í Uglu