Skip to main content

Jónas frá Hriflu kveðinn niður

Jónas frá Hriflu kveðinn niður - Available at University of Iceland
When 
Tue, 19/11/2024 - 16:00 to 17:00
Where 

Árnagarður

Stofa 201

Further information 
Free admission

Glúmur Gylfason, fyrrverandi sögukennari, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: Jónas frá Hriflu kveðinn niður. Félagssaga 1550-1950 með tónlistarinnslagi.

Málstofan er í stofu 201 í Árnagarði, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 16:00-17:00. Athugið breytta staðsetningu. Allir velkomnir

Um erindið:

,,Hér kemur seki syndarinn”, Glúmur, sem frá 1964 kenndi börnum þá vinsælu Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá 1916:

Í Íslandssögu áður stóð
að við værum dugleg, fróð
stæðum saman, gáfuð, góð
Guðs útvalin þjóð.

Nú telur hann þá kennslu syndsamlega, og hefur til yfirbótar sett á netið síðuna annálsvert.is þar sem kveður við annan tón. Árin frá siðbót 1550 til 1950 fá rímaða og sungna umfjöllun án þess að gættt sé virðingar þjóðarinnar eða óskabarna hennar. Þennan tón slógu t.d. Benedikt frá Hofteigi 1955 og dr. Gísli Gunnarsson 1987, og margir síðan, en að breyta söguskoðun okkar hefur verið jafn erfitt og að koma tannkremi aftur í túbuna. A.m.k. segir Jón Ólafsson svo seint sem 2022 í Sögu LX-2, bls. 219 sjáfsmyndarsköpun okkar einkennast af sjálfsupphafningu, mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd.

Á 500 ára siðbótarafmælinu 2017 var sagnfræðingum löngu ljóst að söguskoðun Jónasar Jónssonar og Íslendinga frá 1916 þarfnaðist siðbótar. Fyrirlesarinn, sem var kirkjuorganisti, vissi að stór þáttur þess að sibót Lúthers tókst 1517 var, að hann sneri Biblíunni ekki aðeins á móðurmál heldur Guðspjallstextunum í rím við þekkt veraldleg lög. Af því að séra Einar Sigurðsson  í Heydölum sagði líka: ,,Kvæðin hafa þann kost með sér að kennast betur og lærast ger",  þá rímaði undirritaður annál áranna 1550 til 1950 með Íslandssögulega siðbót í huga og býður nú viðstöddum að sjá, heyra og syngja með.

Hér vantar að setja inn myndatexta í Uglu

Jónas frá Hriflu kveðinn niður