Doktorsvörn Unnar Freyr Theódórsson
Veröld - Hús Vigdísar
023
Föstudaginn 8. nóvember ver Unnar Freyr Theódórsson doktorsritgerð sína í viðskiptafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Án atgervis getur árangur staðið á sér: Atgervisstjórnun í viðskiptabönkum (Without talent, success may be latent: Talent management practices in commercial banks). Andmælendur eru Dr. Paul Gooderham, prófessor við Middlesex háskólann í Lundúnum, og Dr. Eva Gallardo-Gallardo, prófessor við Barcelona Tech Aðalleiðbeinandi var Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson og meðleiðbeinandi var Dr. Svala Guðmundsdóttir, en bæði eru prófessorar við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Auk þeirra sat í doktorsnefnd Dr. Peter Cappelli, prófessor við Wharton háskólann í Pennsylvaníu. Magnús Þór Torfason, prófessor og deildarforseti Viðskiptafræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Veröld og hefst kl. 14:30.
Hér vantar að setja inn myndatexta í Uglu